Friday, November 13, 2009

Færi mig um set

Eins og indjánarnir til forna færi ég mig nú um set á nýjar veiðilendur. Ég hef nú tjaldað á nýju íslensku bloggsvæði, www.bloggheimar.is og er síðan mín


Þetta er frábært framtak nokkurra duglegra einstaklinga og gaman að vera með og búa til nýjan vettvang þar sem ég vona að uppbyggileg og skemmtileg skoðanaskipti munu blómstra.

Bloggheimar byggja á grunni Wordpress viðmóts sem ég er enn að læra á en virðist bjóða upp á mun meiri sveigjanleika og ekki síðri möguleika en viðmótið hér á blogspot.

Monday, November 9, 2009

Skilar 47% skattþrep nægu?

47% hátekjuskattur á tekjur yfir 500.000 kr á mánuði er auka 10% hátekjuþrep. Það þýðir að skattur á þennan hluta tekna hækkar um 27%, þ.e.a.s. 10% þrepið sem hlutfall af 37%.

En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það var lagt fram í byrjun október áttu skattar á tekjur einstaklinga að aukast alls um ca. 34% (úr 106 milljörðum áætluðum fyrir 2009 í 143 milljarða, sjá eldri færslu).

27% hækkun á hluta tekna getur ekki skilað 34% heildar-skattahækkun á einstaklinga. Langt í frá.

Tökum dæmi:
Einstaklingur með 800.000 kr í mánaðartekjur þarf að greiða 30.000 kr meira vegna þessa skattþreps, auka 10.000 kr á hvern hundraðþúsundkall umfram 500.000, og 10 þúsund aukalega á tekjurnar milli 250 og 500.000. Mánaðarlegur tekjuskattur hans hækkar úr u.þ.b. 256.000 kr í um 296.000 kr, eða um ca. 16%.

ÞEtta er ekki alveg nákvæmt, því samkbæmt hugmyndunum á skattprósentan að lækka lítils háttar á lægsta tekjubilið, á tekjur undir 250.000.

Ég sé samt ekki að þetta fylli í skattalið fjárlaga, þetta virðist svona samkvæmt gróflegum útreikningi skila alla vega helmingi minni skatthækkun en fjárlög gera ráð fyrir.

Sunday, November 8, 2009

Ármann hittir naglann á höfuðið

Almenningur sér nú bankamenn fyrir sér sem heimska, óheiðarlega og yfirborgaða áhættufíkla sem ætti að setja í fangelsi fyrir þau stórfenglegu skemmdarverk sem þeir unnu.

Þetta segir Ármann Þorvaldsson, í viðtali við The Guardian. Sagt er frá þessu Pressunni, undir fyrirsögninni: "Ármann Þorvaldsson: Starfsfólk banka ekki yfirborgaðir heimskir áhættufíklar sem læsa á inni". Ég skil raunar ekki hvaðan Pressan fær þessa fyrirsögn, Ármann er svo sem ekkert beinlínis að rengja þennan dóm, en segir að að það sé "ekki þægilegt að láta líta svoleiðis á sig".

Nei, skiljanlega er það ekki. Mér skilst á bókadómum að hann staðfesti í bók sinni að heilmikið sé til í þessum dómi almennings. Hef sjálfur ekki lesið hana, en þetta má lesa í Guardian viðtalinu:
"These were businesses that were built from almost nothing over a 15-year period. They were the result of a lot of hard work by talented people. The average man or woman on the street now thinks every banker is stupid, dishonest and overpaid, a risk junkie who should go to jail for the colossal vandalism we've caused. Being perceived like that doesn't feel great."

Peppered with anecdotes illustrating the lifestyle excesses that mirrored Kaupthing's meteoric rise from a small firm in Iceland's tiny island economy to a significant European player, it is hard to see how Thorvaldsson hopes his book's candour will win over hostile critics.

Episodes that he recalls include arm-wrestling contests and nightclub excursions during a lavish Icelandic fishing trip for the KSF client Gordon Ramsay; hiring Tom Jones to sing at a private party for 200 guests at the Natural History Museum; and an extravagant St Tropez lunch where a waiter dressed as Spider-Man sprayed the contents of a Melchizedek – a 30-litre champagne bottle – over guests including a Russian billionaire sat on a throne and the former chairman of one of the UK's largest banks.

During the Monaco grand prix, Thorvaldsson recalls, "we knew so many people that we hopped from one yacht to another", name-dropping the retail entrepreneurs Mike Ashley and Sir Tom Hunter, property developers the Candy Brothers and currency trader Joe Lewis – all of whom became clients.

"We socialised and networked at high-profile events at venues like Elton John's home, the Winter Palace in St Petersburg and Hampton Court Palace … I sat at tables with Elle McPherson and Sting, and stood at urinals with Rod Stewart and Hugh Grant on either side of me."

Forvitnilegt að sjá í hvað peningarnir fóru sem bankarnir soguðu til sín.

Friday, November 6, 2009

Einkaleyfi vikunnar V: gagnlegt í kreppunni

Einkaleyfi þessarar viku gæti gagnast nú á samdráttartímum þegar skera þarf niður í ríkisrekstri og fækka starfsfólki. Með þessari uppfinningu frá 1969 má fækka umönnunarfólki á elliheimilum, sjúkrahúsum, fangelsum og meðferðarstofnunum fyrir tölvuleikjasjúklinga, og öllum öðrum stöðum þar sem fólk er ófært um eða óviljugt að fara í bað. Einkaleyfið er útrunnið og raunar ólíklegt að það hafi verið skráð á Íslandi, svo ekki þarf að greiða leyfisgjald til að nota uppfinninguna.

US 3,483,572 Automated Bathing Facility

An automated bathing system or facility adapted for use in bathing large numbers of patients or persons in standing position by which the patients are suspended by means of a harness from an overhead rail and are moved along a conveyor belt floor past a wetting station, a rinsing station and finally into a drying station.


This invention relates to improvements in bathing facilities to be used by a plurality of people and in particular the invention provides for an automated bathing facility in which a plurality of persons or institutionalized patients may be positioned on conveyor facilities and successively moved through a plurality of stations where said patients are automatically bathed, soaped, rinsed, and dried while being supported in a vertical or standing position.


Monday, November 2, 2009

Refskák Nonna

Ef ég væri Nonni ríki og ætti risastórt en hrikalega skuldsett og umframveðsett fyrirtæki og væri í mjög þröngri stöðu að semja við minn viðskiptabanka gæti þetta verið snjöll flétta:

Ég myndi nota mína eigin fjölmiðla og leka út sögum um að ég væri að loka díl aldarinnar, fengi áfram að halda 60% í fyrirtæki mínu en fá afskrifaðar skuldir sem jafngilda 150 þúsund kalli á hvert mannsbarn eða hálfa milljón á hverja fjölskyldu. (Svona u.þ.b. það sem meðalfjölskyldan verslar á einu ári í fyrirtækjum mínum...)

Í kjölfarið hæfist misvitur umræða í veikburða fjölmiðlum, upphrópanir í netmiðlum, allir sjóðandi illir. Eftir fáa daga kæmi svo í ljós að þetta var allt bara bull, díllinn var alls ekki svona svakalegur heldur miklu skárri og allir myndu segja pfúff, sjúkkít! og verða voða fegnir.

En ég myndi kannski losna við skuldahalann, yfirvofandi gjaldþrot og fengi að halda gömlu góðu Bónusbúðunum mínum.

Það væri kannski tilraunarinnar virði?


Saturday, October 31, 2009

Ólafur Hrunverji - mistækur bloggari í afneitun

Ekki er við því að búast að allir fyrrverandi háttsettir bankamenn og fjármálaráðgjafar læðist með veggjum og láti ekkert í sér heyra. Allir mega svo sannarlega taka til máls og taka þátt í opinberri umræðu, en sumum tek ég með meiri fyrirvara en öðrum.

Ólafur Arnarson er læsilegur og lipur pistlahöfundur sem ég hef áður vikið að á þessari síðu og skrifar nær daglega á Pressuna. En Ólafur er ekki hlutlaus. Hann er að mínum dómi vafasamur sagnaritari hrunsins. Greinilega í liði Hrunverja, sem annar bankamaður skilgreinir í skemmtilegum pistli. (Sá má eiga það að gangast við sínu liði.) Ólafur tekur up hanskann fyrir íslenska bankamenn og telur orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra um að íslenskur bankamenn hefðu verið þeir verstu í heimi ómakleg og skaðleg.

Ólafur er greinilega í þeim hópi sem telur að stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar beri meiri ábyrgð og segir svo:
Hér skal það fullyrt að íslenskir bankamenn eru í hópi hinna bestu í heimi. Íslenskir bankar náðu undraverðum árangri á erlendrum mörkuðum en það var ónýtt eftirlitskerfi og vondir innviðir, sem skópu ógæfu Íslands. Góðir bankamenn ganga eins langt og kerfið leyfir þeim.

Merkileg orð, svo ekki sé meira sagt! Hér snýr Ólafur heldur betur hlutum á haus. Óbreyttir þegnar þessa lands geta vissulega og réttilega áfellst stjórnvöld fyrir að hafa leyft bankamönnum að ganga "eins langt og kerfið leyfir þeim", en bankamennirnir sjálfir geta tæplega skýlt sig á bakvið þá afsökun það var ónógt eftirlit með þeim! Hljómar svolítið eins og dópisti að ásaka Fíknó fyrir of mikið framboð af dópi.

Ég er sjálfur menntaður efnafræðingur. Ef ég hefði nú lagt stund á efnaverkfræði og hannað efnaverksmiðjur og olíuhreinsistöðvar sem hefðu svo allar sprungið í loft upp og eyðilagt allt í kringum sig myndi ég snúa mér að einhverju allt öðru, keyra rútu, smíða lykla, bera út blöð, eitthvað þar sem engin hætta væri á að ég sprengdi upp heilu bæina. Allra síst myndi ég segja

Þetta er allt eftirlitsverkfræðingum að kenna, og skorti á regluverki. Ekki benda á mig! Góðir efnaverkfræðingar ganga eins langt og kerfið leyfir þeim.


Íslensk verksmiðja, vonandi vel hönnuð og traustbyggð.

Um hælisleitendur og tilfinningasöm mótmæli

Ég hef verið hugsi yfir deilum og mótmælum vegna flóttamanna og hælisleitenda sem sendir voru úr landi fyrir skemmstu. Mótmælendur hafa heilmikið til síns máls, aðstæður sem flóttamenn eru sendir tilbaka til á Grikklandi eru slæmar, þar eru fyrir þúsundir flóttamanna og langflestir þeirra eru svo sendir til síns heimalands þaðan sem þeir flúðu.

Mótmælendur vilja líta á mannúðarsjónarmið og hafa verið mjög duglegir að líta á þessi tilteknu mál liðinna vikna frá mjög persónulegu sjónarhorni, með því að kynna og segja frá þeim ungu mönnum sem í hlut áttu, þeirra aðstæðum og bakgrunni. Mótmælendur vilja að við lítum á flóttamennina ungu sem einstaklinga. Fjölmiðlar birta við þá viðtöl, sýna myndir og segja sögur.

Ragna dómsmálaráðherra er úthrópuð sem vond, hún taki ákvarðanir sem hafi hörmulegar afleiðingar fyrir þessa tilteknu nafngreindu og geðþekku einstaklinga.

Og þetta er vissulega á margan hátt satt og rétt. En ég held þó alls ekki að dómsmálaráðherra sé vond. Hún tók ákvörðun á grundvelli nokkuð skýrra og einfaldra reglna sem legið hafa fyrir í einhverja mánuði. Ef mótmælendur eru ósáttir við reglurnar eiga þeir að færa rök fyrir því að þeim verði breytt.

Það er ekki að það sé beinlínis rangt að líta á þessu má persónulega, en það gerir umræðuna alla voða tilfinningasama og ekki að sama skapi auðveldari viðureignar. Sú nálgun sem mér virðist mótmælendur beita hlýtur að leiða til þeirrar niðurstöðu að allir sem á annað borð koma sér inn fyrir landsteinana á flótta frá raunverulega erfiðum aðstæðum megi vera hér áfram.

En þá vaknar spurningin, hvað með alla hina? Þá sem ekki tókst að skrapa saman aur fyrir flugmiða hingað. Þá sem sitja fastir í ömurlegum flóttamannabúðum. Hvað með hina 20.000 flóttamennina á Grikklandi sem fá algjörlega ófullnægjandi aðstoð og málsmeðhöndlun og verða næsta víst sendir tilbaka? Á bakvið þá tölu eru líka einstaklingar, með sína sögu, erfiðar minningar, kærustur, áhugamál og drauma. Við stöndum frammi fyrir erfiðri siðferðislegri spurningu, er ómannúðlegt að senda flóttamenn sem leita sér hælis hér aftur til Grikklands? Berum við meiri ábyrgð á þeim sem hingað koma eða vilja koma, en hinum sem eru þar og þjást jafn mikið eða meira?

Þetta leiðir okkur að dilemma, sem snýr að tvískinnungi okkar gagnvart umheiminum. Við sem erum svo ljónheppin að fæðast í einu ríkasta landi heims (jú, landið okkar er enn í þeim klúbbi!) vitum að stór hluti jarðarbúa býr við hreint ömurlegar aðstæður. Við gerum hins vegar fæst mikið í því. Við látum það ekki trufla okkar dagsdaglega líf að fjöldi fólks býr við örbirgð, hungur, vosbúð og stríð. Það bætir svo sem ekki líf neins ef við göngum með nagandi samviskubit alla daga. En við getum auðvitað lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Við getum stutt barnaheimili í fátækum ríkjum, skólagöngu munaðarlausra og önnur samfélagsleg verkefni og reynt að beita okkur fyrir pólitískum leiðum með rödd okkar lands á alþjóðlegum vettvangi til að bæta kjör fátækra landa, og draga úr ójöfnuði. Og ALDREI aftur styðja stríð sem haldið er útí á grundvelli lyga og blekkinga eins og í innrásinni í Írak og leiddi hörmungar yfir milljónir fólks.

En að við tökum á móti öllum flóttamönnum sem banka á dyr er ekki sjálfsagt. Betra er ef flóttamenn geti búið í sínum heimahögum og það vilja þeir eflaust helst af öllu sjálfir. Kannski eru viðmið okkar óþarflega stíf, en ég velti fyrir mér hvort það myndi ekki spyrjast út ef hér væru dyr opnaðar upp á gátt og við fengjum hingað meiri fjölda fólks en við ráðum við.

Ég er algjörlega ósammála Stefáni Pálssyni um að Ragna ráðherra hefði átt að afgreiða þetta mál "pólitískt", hreinlega skil varla hvað hann á við. Hvernig átti hún pólitískt að komast að annarri og réttari niðurstöðu?

EF málið er að við teljum allsendis ófullnægjandi móttaka og meðferð flóttamanna í Grikklandi eigum við einfaldlega ekki að endursenda þangað flóttamenn, heldur afgreiða þeirra mál hér heima. En til þess beitum við gagnsæjum og sanngjörnum reglum svo allir njóti jafnræðis. Það er miður að það það taki marga mánuði að afgreiða beiðnir hælisleitenda. Hvort þeir öðlist meiri rétt á að vera sem hafa beðið hér lengi og eignast vini meðal ungra VG-liða er erfið og viðkvæm spurning sem verður ekki svarað með hávaðasömum mótmælum.


Flóttamenn á Grikklandi. Myndin er frá bloggsíðu flóttamanna í Þessalóniku, clandestinenglish.wordpress.com